Þessar leiðbeiningar miða við HP Elitebook tölvur, þær eru í notkun í UTN árið 2024. 

  1. Fáðu staðfest frá starfsmanni að búið sé að vista öll gögn, ítrekaðu við starfsmann að öll gögn sem eru ekki vistuð á OneDrive/I-, G- eða S- drifi eyðist út við straujun. 
  2.   Passaðu að vélin sé tengd við net með snúru og á config stöð. 
  3. Restartaðu vélinni. Um leið og vélin ræsir sig aftur skaltu ýta á F12 oft, þangað til textinn "Entering Network Boot" birtist neðst í vinstra horni vélarinnar. 
  4. Veldu IPV4 Network
    • Ef skilaboðin "Start PXE over IPv4" birtast er tölvan ekki tengd við config stöð. Semsagt ekki opið fyrir RIS í netsnúrunni :)
  5. Þegar tölvan er búin að sækja upplýsingar frá server birtist valmynd, þar skal velja -----
  6. Veldu næst Win10_22H2. 
  7. Bíddu á meðan Windows installast á vélina. 
  8. Loggaðu inn viðkomandi starfsmann og uppfærðu vélina (Check for updates og restart). 
  9. Opnaðu viðkomandi öpp (FortiClient, Microsoft öpp...). Sjá verklag fyrir uppsetningu nýrra véla.